25. feb. 2013

Alþjóðleg Hundasýning HRFÍ

Tíkin okkar hún Háfjalla Askja tók þátt í Alþjóðlegri hundasýningu um helgina og fékk hún þar hreint út sagt frábæra dóma

Háfjalla Askja hlaut dóminn Excellent, 1.sæti, Meistaraefni, besta tík, íslenskt meistarastig, alþjóðlegt meistarastig (CASIB) og BOS







Háfjalla Askja er undan (Ablos De L'Echo De La Foret og Vallholts Grímu)

Hér að neðan eru útskýringar á hvað þessi dómur þýðir og eru þessar lýsingar fengnar af síðu hrfi.is

Vinnuhundaflokkur 

Besti rakki tegundar / besta tík tegundar
Allir hundar/tíkur sem hlotið hafa Meistaraefni keppa um sætaröðun 1-4 og titilinn Besti
rakki tegundar / Besta tík tegundar.

Besti hundur tegundar
Besti rakki tegundar og besta tík tegundar keppa um titlana Besti hundur tegundar (BOB)
og Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS). Dæmi fleiri en einn dómari viðkomandi
tegund, skal sýningarstjórn tilnefna annan þeirra til að velja BOB.
BOB keppir síðan um sætaröðun 1-4 í þeim tegundarhópi sem hundakynið tilheyrir.

Íslenskt meistarastig / meistaraefni: 
Veita má meistaraefni þeim Excellent hundum sem teljast framúrskarandi að gerð og eru
að öllu leyti rétt byggðir með tilliti til ræktunarmarkmiðs tegundarinnar. Meistarastig er síðan veitt þeim rakka / tík sem bestu sætaröðun hlýtur í keppni um besta
rakka og bestu tík tegundar, af þeim hundum sem koma til álita fyrir stigið og hafa áður
hlotið meistaraefni. Komi hundar í sætum 1-4 ekki til álita fyrir stigið, veitir dómari það
hundi úr hópi þeirra sem eftir standa með meistaraefni og til álita koma fyrir stigið.

Alþjóðlegt meistarastig (CACIB) 
Á alþjóðlegum sýningum keppa rakkar og tíkur um alþjóðlegt meistarastig (CACIB) og
vara-alþjóðlegt meistarastig (Res-CACIB), í keppni um besta rakka og bestu tík tegundar.
Dómarinn tilnefnir rakka og tík sem bestu sætaröðun hlýtur af þeim hundum sem til álita
koma fyrir stigið og sem hann telur af yfirburða gæðum, og fær sýnandi spjald undirritað
af dómara því til staðfestingar. FCI, Alþjóðasamtök hundaræktarfélaga, hafa endanlegt
ákvörðunarvald um veitingu stigsins. Einungis þeir hundar sem hlotið hafa Excellent
koma til greina fyrir CACIB. Hundur sem skráður er í ungliðaflokk eða öldungaflokk
kemur ekki til álita fyrir CACIB.
Veita má Res-CACIB þeim rakka / tík sem næst stendur í sætaröðun þeim sem fengið
hafa CACIB og til álita koma fyrir stigið.

23. feb. 2013

37-43 dagar búnir hjá Snjófjalla Dís





Jæja nú er Snjófjalla Dís búin með 37-43 daga svo það styttist óðum í að endan eða 16-26 dagar samkvæmt Dog Calculator með öllum tilheyrandi skekkjumörkum. 

Snjófjalla Dís heldur áfram að tútna út og viktuðum við hana í dag og er hún búin að þyngjast um 1,5 kg og breikka um 8cm frá síðasta föstudegi s.s í heild er hún búin að þyngjast um 3 kg og breikka um 14 cm
Snjófjalla Dís er búin að taka hvolpakassan sinn í sátt og er farin að ná í alskonar hluti í kassann. T.d tuskur, handklæði, sokka og fl.

Hér er myndir af henni frá því í dag (23. Feb. 2013)




Hér er mynd af henni frá því fyrir pörun 



20. feb. 2013

Veiðiprófsárangur



Gaman að segja frá því að afkvæmi Ablos De L'Echo De La Foret hafa öll sýnt frábæran árangur í veiðiprófum. Mér langar að taka fram að af þeim 11 afkvæmum sem komið hafa undan honum hafa 9 þeirra mætt í veiðipróf. Öll náðu þau að fá einkun á fyrstu veiðiprófshelginni sinni. 

Eftirfarandi listi er yfir árangur þeirra á þeirra fyrstu veiðiprófs helgi og eru þessar upplýsingar fengnar af fuglahundadeild.is þetta er ekkert smá flottur árangur hjá þessum afkvæmum og hafa mörg þerra fengið mun betri einkanir eftir þetta.

Hrímþoku Francini 3. einkun 
Hrímþoku Franco 3. einkun
Hrímþoku Gná 2. einkun
Hrímþoku Sally Vanity 2.einkun

Háfjalla Askja 1.einkun
Háfjalla Húsavíkur Elínóra ekki mætt
Háfjalla Kata 3.einkun, 3.einkun
Háfjalla Parma 2 einkun, 1.einkun
Háfjalla Týri 2.einkun, 1.einkun

Rjúpnabrekku Príma 2.einkun
Rjúpnabrekku Refur ekki mætt


15. feb. 2013

29-35 dagar búnir hjá Snjófjalla Dís

jæja þá kemur smá update af ISFtCh Snjófjalla Dís.

Meðgangan hjá Snjófjalla Dís gegnur rosalega vel. Hún er gengin á bilinu 29-35 daga og samkvæmt dog pregnancy calculator á hún 24-34 daga eftir þannig nú er hún u.þ.b. hálfnuð.

Það er farið að sjá aðeins á Snjófjalla Dís og er hún búin að stækka um 6 cm um kviðmál og þyngjast u.þ.b 1,5 kg.  Nú er hún farin að sýna nánast öll einkenni þess að vera hvolpafull. Spenarnir farnir að þrútna og hún farin að vera mun rólegri hér heima fyrir. Við erum farin að auka við dagsmatarskammtinn hennar og skiptum því niður í fleirri máltíðir yfir daginn. Hún vill endalaust borða en við látum það nú ekki eftir henni. Biður um meiri mat um leið og hún er búin að gúffa í sig matnum úr dallinum. Við vorum að byrja að setja saman hvolpakassann og gera hann klárann.

Set inn myndir af Snjófjalla Dís svona til gamans. Það sér nú ekki mikið á henni og ekki víst að allir sjái e-h mun á myndunum :)

Hér er mynd af Snjófjalla Dís fyrir pörun


Hér er 2 nýjar myndir af snjófjalla Dís (teknar 15 feb 2013)





5. feb. 2013

Pörun

Hefur verið staðfest með sónar að Snjófjalla Dís er hvolpafull

Parað var Ensku Setana ISFtCh Snjófjalla Dís og Ablos De L'Echo De La Foret á tímabilinu 11-17 janúar 2013.

ISFtCh Snjófjalla Dís

Snjófjalla Dís kemur úr norskum línum.Snjófjalla Dís er Íslenskur veiðimeistari og hafa einungis 3 enskir setar náð þeim árangri. Hún hefur einnig fengið góða dóma á sýningum eða Excellent.  Hún hefur gott geðslag og þægileg á heimili.
Snjófjalla Dís er þrílit (tricolor)
 HD fri. Veiðipróf: 1.HP UF. - 1.HP OF. - 1.KF. ISFtCH.  

Upplýsingar um árangur í veiðiprófum má sjá hér 
Ættfræðigrunn má sjá hér


Ablos De L'Echo De La Foret


 Ablos De L'Echo De La Foret  er innfluttur hundur úr eðallínum frá Frakklandi. Hann hefur sýnt árangur á veiðiprófum sem og sýningum. Á sýningu hefur hann fengið Excellent. Hefur hann verið notaður áður í ræktun hérlendis og hafa öll afkvæmi hans sýnt frábæran árangur á veiðiprófum, má þar á meðal nefna ISFtCh-ISCh-C.I.B Hrímþoku Sally Vanity. Hægt er að skoða árangur afkvæma hans á heimasíðu fuglahundadeildar. Ablos De L'Echo De La Foret er þrílitur (tricolor)
HD status A.  Veiðipróf: 2-OF

Árangur í veiðiprófum má sjá hér
Ættfræðigrunn má sjá hér
http://www.williewalker.net/dogarchive/details.php?id=69021


Ef einhverjar fleirri spurningar eru varðandi þetta got er hægt að hafa samband við Birnu s:692-0449 eða Gumma s:696-0449 Einnig er hægt að senda e-mail hafjallaaskja@gmail.com