20. maí 2013

Fyrsti hvolpurinn farinn á nýja heimilið



19. maí 2013

Bað tími

Það er farið að bera á miklum yrjum á skrokknum á Hafrafells ADA el Gringo og ákváðum við að setja hann í bað í gærkveldi. Kom þá í ljós ennþá fleiri yrjur. Hér koma nokkrar myndir af honum.


 Myndir af honum þurrum 

Hafrafells ADA el Gringo



 Hér er hann orðinn blautur

Hafrafells ADA el Gringo


9. maí 2013

Uppstillingar myndir af hvolpunum

Fórum út í góða veðrið og lékum okkur með hvolpana. Ákvaðum að taka nokkrar myndir af hvolpunum stilltum upp. 


Rakkar

Gringo
Hvolpur 1



Loki 
Hvolpur 3



Zorro 
Hvolpur 5



Ares 
Hvolpur 6



Tíkur


Harka
Hvolpur 2



Þoka 
Hvolpur 4



Arven
Hvolpur 7



Máney
Hvolpur 8




7. maí 2013

Til Dýralæknisins



Í dag fóru hvolparnir til dýralæknis. Þeir voru allir skoðaðir í bak og fyrir. Fengu bólusetningu, ormahreinsun og voru örmerktir. Dýralækninum leist mjög vel á þá og sagði ýtrekað hvað þetta væru flottir hvolpar. Allir guttarnir voru komnir með eistun niður og allt var eins og það átti að vera.

Nú styttist bara í afhendingu á þessum yndislegu hvolpum og höldum við áfram að umhverfis þjálfa hvolpana. Kynna þeim fyrir alls konar nýjum aðstæðum og erum búin að kaupa tauma og ólar fyrir þá alla. Það verður yndislegt að fara í göngutúr með 8 hvolpa. Ætli við förum ekki bara út með 2 í einu. 

Hér að neðan er smá myndasyrpa af hvolpunum

 Loki og Ares á bakvið

Gringo

 Gringo og Máney labbandi bak við 

 Ares og Harka lyggjandi

 Þoka

 Zorro

 Arven og Gringo sofandi

 Harka og Zorro (minstust og STÓRASTUR)


5. maí 2013

Umhverfis þjálfun


Áfram höldum við að umhverfis þjálfa hvolpana. Fórum við með þá á rúntinn og keyrðum malarveg í fyrsta skipti, leyfðum þeim skoða gras í fyrsta skiptið og hlaupa frjálsum í móa og skoða rennandi vatn í fyrsta skiptið líka.

Hófs ferðalagið með því að hvolpum var skipt í 2 hópa... rakkar í einn bíl og tíkur í annan bíl. Mamman(ISFtCh Snjófjalla Dís) fékk verðskuldaðan frið heima fyrir og stóra systir líka (Háfjalla Askja). Ákveðið var að keyra upp að Akrafjalli og leyfa hvolpunum að hlaupa frjálsum en til þess að fara þangað þarf að keyra 3km eftir malarvegi.

Þegar við vorum komin upp við Akrafjall var ákveðið vegna fjölda hvolpa að sleppa rökkum saman og svo tíkum saman, allir hvolparnir voru svakalega brattir og hlupu um ALLT. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þeir voru brattir, hlupu út á 35metra og hefðu öruglega farið lengra hefði ekki verið flutað á þá. Vatnið vakti forvitni hjá þeim öllum... 2 rakkar skelltu sér ofaní vatn... annar í rennandi læk og hinn stökk ofaní tjörn.
1 tík stökk tvisvar ofaní lækinn og stóð hin rólegasta ofaní læknum. Ekkert smá gaman. Önnur tík fór tvisvar ofaní lækinn að skoða rör með rennandi vatni. Flestir hvolparnir fóru með framfæturnar ofaní vatnið.
Þegar hvolparnir voru búnir að HLAUPA og leika sér í dágóðan tíma voru þeir settir í bílana og keyrt með þá heim. Eftir að heim var komið þá lagðist öll hjörðin og svaf næstu 3 tímana ;)

Því miður gleymdist myndavélin í þessari ferð en það verður farið fljótlega aftur og þá verður myndað

4. maí 2013

7 vikna

Nú eru hvolparnir orðnir 7 vikna gamlir. Eru þeir farnir að fara út og fóru í fyrstu bílferðina sína í vikunni. Fórum við fyrst með hvolp 1-4 og svo með 5-8.

Gringo, Harka, Loki og Þoka

Zorro, Ares, Arven og Máney

Settum við upp hvolpagerði og fengu þeir aðeins að leika sér úti í dag.




Þeir eru áfram duglegir að leika sér með alskonar vængi og er gaman að fylgjast með þeim leika sér. Þeir eru farnir að hlaupa mjög öflugt og ætlum við að prufa að sleppa þeim lausum út í móa á næstu dögum.

 Tek það fram að það eru ekki góð gæði á þessu myndskeiði, en gaman að sjá hvað þetta eru miklir hlauparar :)