28. júl. 2013

Hafrafells el Pablos



Svona til gamans þá er hér video af Hafrafells el Pablos í þjálfun hjá okkur. Okkur langar að hvetja alla eigendur af Hafrafells hvolpum að senda okkur video eða myndir af hvolpunum.





21. júl. 2013

Skapgerð English Setter

Skapgerð

Staðall þessara tegundar er best lýst sem "Gentelman by Nature" Hins vegar geta þeir einnig verið viljasterkir sérstaklega ef þeir eru að koma frá vinnu/veiði ræktunar línum. 

 

English Setter er ötull, vill vera mikið hjá manninum, sem er vel til þess fallin að vera hjá fjölskyldu sem getur gefið þeim athygli og virkni eða vinna með veiðimanni, þar sem þeir hafa sína vinnu. Þetta eru virkir hundar sem þurfa nóg af æfingu og mælt er með allt að tvem klukkustundum á dag . Innandyra hafa þeir tilhneigingu til að vera orkuminni og elska að vera sófadýr eða við fæturnar á manni. Tegundinni er lýst sem "ákaflega vingjarnlegur" "gott eðli" og "dáir gesti og er sérstaklega ánægður með börn"

 

English Setter er raðað nr. 37 í Stanley Coren um gáfuðustu hundana. Þeir eru ofar meðaltali í vinnnu og hlíðni gáfum. English Setter er mjög greindur og getur verið þjálfaðir til að framkvæma nánast hvaða verkefni sem er, þar á meðal verkefnum sem öðrum tegundum er eðslislegt, að undanskildum smalamennsku. Hins vegar er ekki alltaf auðvelt að þjálfa þá, þar sem þeirra eðlislega "fugla" hvöt hefur tilhneigingu til að afvegaleiða þá utandyra. Skapgerð þeirra er talin vera mjög blíður og geta English Setter verið mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni. Jákvæð styrkingar aðferðir í grunnþjálfun með því að nota nammi og hrós virkar best.

 

19. júl. 2013

Bræður í útiveru



Í dag fórum við með þá Hafrafells el Gringo og Hafrafells Ares í gönguferð. Fengu þeir að hlaupa um og leika sér frjálst, sulla í pollum og hlaupa í drullu. Tókum við nokkrar myndir af þeim bræðrum. Þessir rakkar eru ennþá lausir hjá okkur. Áhugasamir endilega hafið samband.



 







13. júl. 2013

Hafrafells el Gringo (laus)




Hafrafells el Gringo braggast vel. Hann er með einstaklega gott geðslag og sækir í að vera í kringum fólk. Hann tekur öllum fagnandi og finnst ekkert betra en að kúra hjá manni og að láta klappa sér.


Gringo er heldur betur farinn að sýna veiðitakta og er mjög svo athugull á umhverfið í kringum sig. Hann fylgist mjög grant með því hvað eldri hundarnir eru að gera og reynir svo að gera eins.
Gringo tekur stand, hann er með mikið veiðieðli sem hann er ekki alveg búinn að fatta hvað hann eigi að gera við, hann tekur stand á systkyni sín, á flugur og á rjúpnavængi. 



Gringo hefur að geyma frábæran perónuleka, honum finnst mjög gaman að bíta í vatnsbunu sem kemur úr garðslöngunni ;) Gringo og synir okkar eru mjög góðir vinir og er Gringo mjög blíður og góður við þá. 

 Fórum í dag með hann í stuttar æfingar og hér er smá myndasyrpa frá því.


 Gringo á standi 

 el Gringo er mjög rólegur við uppflug ;)

 Hérna er stóra systir með honum á samstandi.


10. júl. 2013

2 rakkar ennþá lausir

Við eigum ennþá eftir 2 rakka. Nöfnin þeirra eru Hafrafells el Gringo og Hafrafells Ares. Þessir rakkar búa yfir miklum veiðieiginleikum. Ef skoðað eru ættir þessara hvolpa þá er móðir veiðimeistari og eru margir meistarar á bak við hana. Faðir þessara hvolpa er innfluttur úr eðallínum frá Frakklandi sem hefur einnig marga meistara bak við sig. Ablos hefur gotið af sér framúrskarandi afkvæmi sem verður erfitt að jafna. Afkvæmi Ablosar hafa fengið margar 1. einkanir og einnig hefur hann gotið af sér veiðimeistara. Báðir foreldrar eru HD fri. Þetta gerist varla betra.

 Hér eru ættir hvolpana og eins og sést þá eru mjög margir meistarar (rauðu stafirnir eru meistara titlar)
Hafrafells
Pedigree of puppies born 15 mars 2013
  Hafrafells 1-got

Ablos de L'Echo de la Foret

Pablos du Val Clair

Magic de Kerfeuil
Nubie Du Val Clair

Spana de L'Echo de la foret

Radentis Despana

Nirtie de L'Echo de la foret

Snjófjalla Dís

Hattbekken's Trym

Tarpan's Bruno Cappelli
Stokkmarka´s Roya

Spjeldberget's Why-T
Nordvestjyden`s Martell
Bjørktun Lady in Red
This pedigree was generated by



Hér eru svo myndir af Hafrafells el Gringo og Hafrafells Ares


 Hafrafells Ares

 Hafrafells Ares

 Hafrafells el Gringo

Hafrafells el Gringo

 Hafrafells el Gringo
 Hafrafells Ares
 Hafrafells Ares

 Hafrafells el Gringo