21. júl. 2013

Skapgerð English Setter

Skapgerð

Staðall þessara tegundar er best lýst sem "Gentelman by Nature" Hins vegar geta þeir einnig verið viljasterkir sérstaklega ef þeir eru að koma frá vinnu/veiði ræktunar línum. 

 

English Setter er ötull, vill vera mikið hjá manninum, sem er vel til þess fallin að vera hjá fjölskyldu sem getur gefið þeim athygli og virkni eða vinna með veiðimanni, þar sem þeir hafa sína vinnu. Þetta eru virkir hundar sem þurfa nóg af æfingu og mælt er með allt að tvem klukkustundum á dag . Innandyra hafa þeir tilhneigingu til að vera orkuminni og elska að vera sófadýr eða við fæturnar á manni. Tegundinni er lýst sem "ákaflega vingjarnlegur" "gott eðli" og "dáir gesti og er sérstaklega ánægður með börn"

 

English Setter er raðað nr. 37 í Stanley Coren um gáfuðustu hundana. Þeir eru ofar meðaltali í vinnnu og hlíðni gáfum. English Setter er mjög greindur og getur verið þjálfaðir til að framkvæma nánast hvaða verkefni sem er, þar á meðal verkefnum sem öðrum tegundum er eðslislegt, að undanskildum smalamennsku. Hins vegar er ekki alltaf auðvelt að þjálfa þá, þar sem þeirra eðlislega "fugla" hvöt hefur tilhneigingu til að afvegaleiða þá utandyra. Skapgerð þeirra er talin vera mjög blíður og geta English Setter verið mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni. Jákvæð styrkingar aðferðir í grunnþjálfun með því að nota nammi og hrós virkar best.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli