5. feb. 2013

Pörun

Hefur verið staðfest með sónar að Snjófjalla Dís er hvolpafull

Parað var Ensku Setana ISFtCh Snjófjalla Dís og Ablos De L'Echo De La Foret á tímabilinu 11-17 janúar 2013.

ISFtCh Snjófjalla Dís

Snjófjalla Dís kemur úr norskum línum.Snjófjalla Dís er Íslenskur veiðimeistari og hafa einungis 3 enskir setar náð þeim árangri. Hún hefur einnig fengið góða dóma á sýningum eða Excellent.  Hún hefur gott geðslag og þægileg á heimili.
Snjófjalla Dís er þrílit (tricolor)
 HD fri. Veiðipróf: 1.HP UF. - 1.HP OF. - 1.KF. ISFtCH.  

Upplýsingar um árangur í veiðiprófum má sjá hér 
Ættfræðigrunn má sjá hér


Ablos De L'Echo De La Foret


 Ablos De L'Echo De La Foret  er innfluttur hundur úr eðallínum frá Frakklandi. Hann hefur sýnt árangur á veiðiprófum sem og sýningum. Á sýningu hefur hann fengið Excellent. Hefur hann verið notaður áður í ræktun hérlendis og hafa öll afkvæmi hans sýnt frábæran árangur á veiðiprófum, má þar á meðal nefna ISFtCh-ISCh-C.I.B Hrímþoku Sally Vanity. Hægt er að skoða árangur afkvæma hans á heimasíðu fuglahundadeildar. Ablos De L'Echo De La Foret er þrílitur (tricolor)
HD status A.  Veiðipróf: 2-OF

Árangur í veiðiprófum má sjá hér
Ættfræðigrunn má sjá hér
http://www.williewalker.net/dogarchive/details.php?id=69021


Ef einhverjar fleirri spurningar eru varðandi þetta got er hægt að hafa samband við Birnu s:692-0449 eða Gumma s:696-0449 Einnig er hægt að senda e-mail hafjallaaskja@gmail.com


Engin ummæli:

Skrifa ummæli