25. feb. 2013

Alþjóðleg Hundasýning HRFÍ

Tíkin okkar hún Háfjalla Askja tók þátt í Alþjóðlegri hundasýningu um helgina og fékk hún þar hreint út sagt frábæra dóma

Háfjalla Askja hlaut dóminn Excellent, 1.sæti, Meistaraefni, besta tík, íslenskt meistarastig, alþjóðlegt meistarastig (CASIB) og BOS







Háfjalla Askja er undan (Ablos De L'Echo De La Foret og Vallholts Grímu)

Hér að neðan eru útskýringar á hvað þessi dómur þýðir og eru þessar lýsingar fengnar af síðu hrfi.is

Vinnuhundaflokkur 

Besti rakki tegundar / besta tík tegundar
Allir hundar/tíkur sem hlotið hafa Meistaraefni keppa um sætaröðun 1-4 og titilinn Besti
rakki tegundar / Besta tík tegundar.

Besti hundur tegundar
Besti rakki tegundar og besta tík tegundar keppa um titlana Besti hundur tegundar (BOB)
og Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS). Dæmi fleiri en einn dómari viðkomandi
tegund, skal sýningarstjórn tilnefna annan þeirra til að velja BOB.
BOB keppir síðan um sætaröðun 1-4 í þeim tegundarhópi sem hundakynið tilheyrir.

Íslenskt meistarastig / meistaraefni: 
Veita má meistaraefni þeim Excellent hundum sem teljast framúrskarandi að gerð og eru
að öllu leyti rétt byggðir með tilliti til ræktunarmarkmiðs tegundarinnar. Meistarastig er síðan veitt þeim rakka / tík sem bestu sætaröðun hlýtur í keppni um besta
rakka og bestu tík tegundar, af þeim hundum sem koma til álita fyrir stigið og hafa áður
hlotið meistaraefni. Komi hundar í sætum 1-4 ekki til álita fyrir stigið, veitir dómari það
hundi úr hópi þeirra sem eftir standa með meistaraefni og til álita koma fyrir stigið.

Alþjóðlegt meistarastig (CACIB) 
Á alþjóðlegum sýningum keppa rakkar og tíkur um alþjóðlegt meistarastig (CACIB) og
vara-alþjóðlegt meistarastig (Res-CACIB), í keppni um besta rakka og bestu tík tegundar.
Dómarinn tilnefnir rakka og tík sem bestu sætaröðun hlýtur af þeim hundum sem til álita
koma fyrir stigið og sem hann telur af yfirburða gæðum, og fær sýnandi spjald undirritað
af dómara því til staðfestingar. FCI, Alþjóðasamtök hundaræktarfélaga, hafa endanlegt
ákvörðunarvald um veitingu stigsins. Einungis þeir hundar sem hlotið hafa Excellent
koma til greina fyrir CACIB. Hundur sem skráður er í ungliðaflokk eða öldungaflokk
kemur ekki til álita fyrir CACIB.
Veita má Res-CACIB þeim rakka / tík sem næst stendur í sætaröðun þeim sem fengið
hafa CACIB og til álita koma fyrir stigið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli