1. mar. 2013

44-50 dagar búnir hjá Snjófjalla Dís


Jæja þá er heldur betur farið að styttast í að hvolparnir komi. Nú í dag er Sjófjalla Dís gengin 44-50 daga miðað við þá daga sem við pöruðum. Nú gætu verið á bilinu 10-20 dagar eftir. Þessi mikli munur á dagafjölda er vegna þess að flestar tíkur ganga með í 63 daga +/- 2 dagar auðvitað eru einstaka tíkur sem ganga með aðeins lengur og aðrar aðeins styttra. Þessi reiknivel  Dog Calculator reiknar út fyrir mann hvenær áætlað got eigi sér stað. Miðað við að fyrsta pörun hafi hepnast kemur dagsetningin 11-15 mars og svo miðað við síðustu pörun kemur 17-21 mars. 
 
Snjófjalla Dís heldur áfram að þyngjast og breikka. Var hún vigtuð í dag og er hún búin að þyngjast um tæplega 1 kg til viðbótar s.s 4 kg frá því fyrir pörun. Við mældum einnig um kviðinn á henni og er hún búin að breikka um 5cm til viðbótar s.s. hún er búin að breikka alls um 19cm frá því fyrir pörun.

Snjófjalla Dís er heldur betur farin að finna fyrir því að vera hvolpafull. Hún þreytist fyrr og nennir síður að leika sér. Hún er farin að tína allskonar hluti í hvolpakassann og er búin að taka hann agjörlega í sátt.


Hér að neðan eru mynd frá því í dag 28. feb 2013


Hér er mynd frá því fyrir pörun 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli