9. mar. 2013

Styttist óðum í gotið


 

Nú fara hlutirnir að gerast mjög hratt. Mánudaginn 4. mars fundum við kröftug spörk frá litlum hvolpalingum í kvið Snjófjalla Dísar. Í gær var svo mikið fjör í kvið hennar að magin bylgjaðist allur. Miðað við lætinn stefnir allt í það að þetta verði fjörugir hvolpar. Snjófjalla Dís heldur áfram að gyldna og er farin að vera talsvert þreytt á þessu ástandi.

Við förum ennþá í daglega stutta göngutúra og finnst henni voðalega gott að komast út úr húsi. Hún heldur áfram að vera með mikla matarlist.
Undirbúningur fyrir gotið sjálft er í fullum gangi og er aðstaðan og allt tilheyrandi orðið klárt fyrir tilvonandi hvolpa.


Hér að neðan er smá myndasyrpa af Snjófjalla Dís frá því í dag (9. mars 2013)






4 ummæli:

  1. Hvenær fæðast hvolpanir?

    SvaraEyða
  2. Tíkin er komin í dag 61-63 daga. Venjulegur tími hjá tík er 63 +/-2 dagar svo þeir fara von bráðar að koma.

    SvaraEyða
  3. Hvad verda teir margir og hvernig verda teir a litin ?

    SvaraEyða
  4. Það er e-h sem á eftir að koma í ljós þegar hvolparnir fæðast. Liturinn er e-h sem enginn veit fyrr en hvolparnir eru fæddir og ætti því fjöldu hvolpa og litaafbrygði að koma í ljós á næstu dögum

    SvaraEyða