7. maí 2013

Til Dýralæknisins



Í dag fóru hvolparnir til dýralæknis. Þeir voru allir skoðaðir í bak og fyrir. Fengu bólusetningu, ormahreinsun og voru örmerktir. Dýralækninum leist mjög vel á þá og sagði ýtrekað hvað þetta væru flottir hvolpar. Allir guttarnir voru komnir með eistun niður og allt var eins og það átti að vera.

Nú styttist bara í afhendingu á þessum yndislegu hvolpum og höldum við áfram að umhverfis þjálfa hvolpana. Kynna þeim fyrir alls konar nýjum aðstæðum og erum búin að kaupa tauma og ólar fyrir þá alla. Það verður yndislegt að fara í göngutúr með 8 hvolpa. Ætli við förum ekki bara út með 2 í einu. 

Hér að neðan er smá myndasyrpa af hvolpunum

 Loki og Ares á bakvið

Gringo

 Gringo og Máney labbandi bak við 

 Ares og Harka lyggjandi

 Þoka

 Zorro

 Arven og Gringo sofandi

 Harka og Zorro (minstust og STÓRASTUR)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli