5. maí 2013

Umhverfis þjálfun


Áfram höldum við að umhverfis þjálfa hvolpana. Fórum við með þá á rúntinn og keyrðum malarveg í fyrsta skipti, leyfðum þeim skoða gras í fyrsta skiptið og hlaupa frjálsum í móa og skoða rennandi vatn í fyrsta skiptið líka.

Hófs ferðalagið með því að hvolpum var skipt í 2 hópa... rakkar í einn bíl og tíkur í annan bíl. Mamman(ISFtCh Snjófjalla Dís) fékk verðskuldaðan frið heima fyrir og stóra systir líka (Háfjalla Askja). Ákveðið var að keyra upp að Akrafjalli og leyfa hvolpunum að hlaupa frjálsum en til þess að fara þangað þarf að keyra 3km eftir malarvegi.

Þegar við vorum komin upp við Akrafjall var ákveðið vegna fjölda hvolpa að sleppa rökkum saman og svo tíkum saman, allir hvolparnir voru svakalega brattir og hlupu um ALLT. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þeir voru brattir, hlupu út á 35metra og hefðu öruglega farið lengra hefði ekki verið flutað á þá. Vatnið vakti forvitni hjá þeim öllum... 2 rakkar skelltu sér ofaní vatn... annar í rennandi læk og hinn stökk ofaní tjörn.
1 tík stökk tvisvar ofaní lækinn og stóð hin rólegasta ofaní læknum. Ekkert smá gaman. Önnur tík fór tvisvar ofaní lækinn að skoða rör með rennandi vatni. Flestir hvolparnir fóru með framfæturnar ofaní vatnið.
Þegar hvolparnir voru búnir að HLAUPA og leika sér í dágóðan tíma voru þeir settir í bílana og keyrt með þá heim. Eftir að heim var komið þá lagðist öll hjörðin og svaf næstu 3 tímana ;)

Því miður gleymdist myndavélin í þessari ferð en það verður farið fljótlega aftur og þá verður myndað

Engin ummæli:

Skrifa ummæli