28. apr. 2013

6 Vikna

Hvolparnir eru orðnir 6 vikna og halda þeir áfram að dafna vel. Það er mikill þroska munur á milli vikna og gaman að sjá hve miklar freknur eru komnar á þá.

Hér eru myndir af þessum elskum

Gringo
Hvolpur 1
Rakki




Harka 
Hvolpur 2
Tík




Loki
Hvolpur 3
Rakki




 Þoka 
Hvolpur 4
Tík




Zorro
Hvolpur 5
Rakki
 



Ares
Hvolpur 6
Rakki




Arven
Hvolpur 7
Tík
 



Máney 
Hvolpur 8
Tík





21. apr. 2013

Veiðipróf



 (Háfjalla Askja, Háfjalla Týri, Háfjalla Parma, Álakvísla Mario og Ablos De L'Echo De La Foret ættfaðirinn)


 AFTUR GERIST ÞAÐ!!!

Nú um helgina var haldið veiðpróf á vegum fuglahundadeildar. Kallaðist þetta próf Sunnankaldaprófið. Á Föstudeginum var brjálað veður og erfiðar aðstæður. Hún Háfjalla Askjan okkar fékk 2. einkunn í unghundaflokki og besti hundur prófs.

Á Laugardeginum voru góðar aðstæður og 4 Enskir Setar skráðir í unghundaflokki og fengu allir einkunn. . Háfjalla Týri fékk 1.einkunn + heiðursprís + bestihundur prófs og Kalda Karra Styttuna. . Háfjalla Parma fékk 1.einkunn og Háfjalla Askja fékk 2. einkunn. Þau eru öll afkvæmi Ablosar og Vallholts Grímu. Einnig fékk Álakvislar Mario 1.einkunn og heiðrsprís Í opnum flokki var það Snjófjalla Hroki sem fékk 2.einkunn.

Þetta er frábær árangur hjá Ensku setunum og langar okkur að óska þeim Einari,Kidda,Danna og Alfred til hamingju með þennan árangur.
Í vetur hefur árangur Háfjalla hundana verið allveg einstakur
Týri 4x 1 einkunn 1x2einkunn 3x heiðursverlaun.
Askja 3x 1 einkunn 2x2 einkunn 1x heiðursverlaun
Parma 3x 1 einkunn 2x2 einkunn 1x heiðurverðlaun

Ekkert got hjá enskum setum hefur náð sambærilegum árangri,hingað til. Núna höfum við til sölu hvolpa úr goti undan Ablos og snjófjalla Dís en hún er móðir systir Vallholts Grímu. Þessi got eru náskyld og eru hvolparnir allir mjög hraustir og hafa alla burði til að endurtaka árangur Háfjalla hundana með réttri þjálfun og  vonum við að þeir komist til góðra eigenda.

Þess má einnig geta að 10 Enskir setar fengið heiðursverðlaun 5 af þessum 10 hundum eru afkvæmi Ablosar. einnig hefur Snjófjalla Dís fengið heiðursprís svo að 6 af 10 hundum sem fengið hafa þennan titil eru viðriðin gotið hjá okkur. Þannig að við teljum að við séum með frábæra hvolpa sem verði enskum setum til sóma.

19. apr. 2013

5. Vikna


 
Hvolparnir eru nú orðnir 5 vikna í dag og heilsast þeim öllum mjög vel. Hvolparnir fengu vatnsbala inn í hvolparímið í vikunni og eru nokkrir þeirra mjög hrifnir af því að fara ofaní vatnsdallinn og busla. Hlaupa svo um rennandi blautir með skottið á fullu og renna og detta út um allt. Mjög gaman að fylgjast með þessu.

 Við höfum alltaf fylgst mjög vel með þyngdaraukningu hvolpanna og langar okkur að setja að ganni súlurit yfir þyngdaraukningu þeirra í % miðað við fæðingaþyngd

 


Hvolparnir halda áfram að fá að leika sér með ýmsa vængi og vekur gæsavængurinn upp  mikla baráttu, þeir togast og slást um vænginn. Nokkrir hvolpar leggjast á magan og skríða áfram og stökkva svo á vænginn. Frábært að fylgjast með þessu.



Hvolparnir þroskast mjög hratt þessa dagana og eru farnir að sofa minna og minna á daginn. Þeir eru hættir að gera þarfir sínar í hvolpakassan og fara yfir á matar/kúkasvæðið að gera þarfir sínar á dagblöð sem þar eru. Sem er alveg magnað hjá ekki eldri hundum.
Hvolparnir sofa alla nóttina og taka svo út gleði sína klukkan 8 á morgnana, um leið og þeir heyra í okkur vera að græja matinn þeirra. Orfáir eru seinni í gang mismunandi eftir morgnum hver það er en koma allir hlaupandi um leið og ég nota flautuna til að kalla þá í mat :)  Yndislegar þessar elskur.

Hér eru nokkrar myndir af hvolpunum að leika sér með gæsavæng 

 Gringo í montgöngu, búinn að ná gæsavænginum af 1 systur sinni og 2 bræðrum


 Ares mjög sáttur við gæsavænginn 


 Loki og Máney að naga vænginn
(frá hægri til vinstri)

Zorro, Ares, Harka og Arven mjög hrifin af vængnum.  
(frá hægri til vinstri)


 Ares, Harka og Arven ennþá að slást um vænginn
(frá hægri til vinstri)

 Máney og Ares þarna á bak við, Stuttu seinna læddist hann áfram og stökk á hana, náði vængnum af henni og var hrikalega sáttur með sig.


14. apr. 2013

4 Vikna



Hvolparnir eru orðnir 4 vikna. Þeir eru farnir að leika sér mjög mikið og stækka mjög hratt. Þeir eru farnir að borða alveg sjálfir og er Snjófjalla Dís búin að kenna þeim að drekka vatn. Háfjalla Askja (hálfsystir þeirra) er búin að taka þá í sátt og finnst mjög gaman að vera komin með svona marga leikfélaga.

Hvolparnir eru farnir að sýna ýmsa tilburði og fá þeir að leika sér með rjúpna-, anda- og gæsavængi. Þessir hvolpar eru náskyldir Háfjalla hvolpunum með sama faðir og er móðir þeirra náskyld Snjófjalla Dís. Það eru nánast sömu línur á bakvið þessa hvolpa og Háfjalla hvolpanna. Vonandi verða þessir hvolpar jafn efnilegir og Háfjalla hvolparnir.

Gaman að segja frá því að að 3 Háfjalla hvolpar hafa mætt í veiðipróf og hefur þeim öllum gengið svakalega vel. Hafa allir þessir 3 hundar skorað 1.einkunn í veiðiprófi og einnig hafa þeir fengið Heiðursprís sem er ekki auðfenginn.

Háfjalla Askja hefur mætt í 4 veiðipróf og fengið 3x 1.einkunn og 1x Heiðursprís.
Háfjalla Parma hefur mætt í 6 veiðipróf og fengið 2x 2.einkunn og 2x 1.einkunn og 1x Heiðursprís.
Háfjalla Týri hefur mætt í 4 veiðipróf og fengið 1x 2.einkunn og 3x 1.einkunn ásamt því að hafa fengið 2x Heiðursprís.

Set hér til hliðar (hægra meginn) ættfræðigrunn hvolpanna og ættfræðigrunn Háfjalla Öskju (sem við eigum einnig)

Hér koma svo myndir af hvolpunum


Gringo 
hvolpur 1





Harka
hvolpur 2

 




Loki 
Hvolpur 3

 



Þoka 
Hvolpur 4

 



Zorro
Hvolpur 5





Ares 
Hvolpur 6
 




Arven 
Hvolpur 7

 



Máney
Hvolpur 8