21. apr. 2013

Veiðipróf



 (Háfjalla Askja, Háfjalla Týri, Háfjalla Parma, Álakvísla Mario og Ablos De L'Echo De La Foret ættfaðirinn)


 AFTUR GERIST ÞAÐ!!!

Nú um helgina var haldið veiðpróf á vegum fuglahundadeildar. Kallaðist þetta próf Sunnankaldaprófið. Á Föstudeginum var brjálað veður og erfiðar aðstæður. Hún Háfjalla Askjan okkar fékk 2. einkunn í unghundaflokki og besti hundur prófs.

Á Laugardeginum voru góðar aðstæður og 4 Enskir Setar skráðir í unghundaflokki og fengu allir einkunn. . Háfjalla Týri fékk 1.einkunn + heiðursprís + bestihundur prófs og Kalda Karra Styttuna. . Háfjalla Parma fékk 1.einkunn og Háfjalla Askja fékk 2. einkunn. Þau eru öll afkvæmi Ablosar og Vallholts Grímu. Einnig fékk Álakvislar Mario 1.einkunn og heiðrsprís Í opnum flokki var það Snjófjalla Hroki sem fékk 2.einkunn.

Þetta er frábær árangur hjá Ensku setunum og langar okkur að óska þeim Einari,Kidda,Danna og Alfred til hamingju með þennan árangur.
Í vetur hefur árangur Háfjalla hundana verið allveg einstakur
Týri 4x 1 einkunn 1x2einkunn 3x heiðursverlaun.
Askja 3x 1 einkunn 2x2 einkunn 1x heiðursverlaun
Parma 3x 1 einkunn 2x2 einkunn 1x heiðurverðlaun

Ekkert got hjá enskum setum hefur náð sambærilegum árangri,hingað til. Núna höfum við til sölu hvolpa úr goti undan Ablos og snjófjalla Dís en hún er móðir systir Vallholts Grímu. Þessi got eru náskyld og eru hvolparnir allir mjög hraustir og hafa alla burði til að endurtaka árangur Háfjalla hundana með réttri þjálfun og  vonum við að þeir komist til góðra eigenda.

Þess má einnig geta að 10 Enskir setar fengið heiðursverðlaun 5 af þessum 10 hundum eru afkvæmi Ablosar. einnig hefur Snjófjalla Dís fengið heiðursprís svo að 6 af 10 hundum sem fengið hafa þennan titil eru viðriðin gotið hjá okkur. Þannig að við teljum að við séum með frábæra hvolpa sem verði enskum setum til sóma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli