19. apr. 2013

5. Vikna


 
Hvolparnir eru nú orðnir 5 vikna í dag og heilsast þeim öllum mjög vel. Hvolparnir fengu vatnsbala inn í hvolparímið í vikunni og eru nokkrir þeirra mjög hrifnir af því að fara ofaní vatnsdallinn og busla. Hlaupa svo um rennandi blautir með skottið á fullu og renna og detta út um allt. Mjög gaman að fylgjast með þessu.

 Við höfum alltaf fylgst mjög vel með þyngdaraukningu hvolpanna og langar okkur að setja að ganni súlurit yfir þyngdaraukningu þeirra í % miðað við fæðingaþyngd

 


Hvolparnir halda áfram að fá að leika sér með ýmsa vængi og vekur gæsavængurinn upp  mikla baráttu, þeir togast og slást um vænginn. Nokkrir hvolpar leggjast á magan og skríða áfram og stökkva svo á vænginn. Frábært að fylgjast með þessu.



Hvolparnir þroskast mjög hratt þessa dagana og eru farnir að sofa minna og minna á daginn. Þeir eru hættir að gera þarfir sínar í hvolpakassan og fara yfir á matar/kúkasvæðið að gera þarfir sínar á dagblöð sem þar eru. Sem er alveg magnað hjá ekki eldri hundum.
Hvolparnir sofa alla nóttina og taka svo út gleði sína klukkan 8 á morgnana, um leið og þeir heyra í okkur vera að græja matinn þeirra. Orfáir eru seinni í gang mismunandi eftir morgnum hver það er en koma allir hlaupandi um leið og ég nota flautuna til að kalla þá í mat :)  Yndislegar þessar elskur.

Hér eru nokkrar myndir af hvolpunum að leika sér með gæsavæng 

 Gringo í montgöngu, búinn að ná gæsavænginum af 1 systur sinni og 2 bræðrum


 Ares mjög sáttur við gæsavænginn 


 Loki og Máney að naga vænginn
(frá hægri til vinstri)

Zorro, Ares, Harka og Arven mjög hrifin af vængnum.  
(frá hægri til vinstri)


 Ares, Harka og Arven ennþá að slást um vænginn
(frá hægri til vinstri)

 Máney og Ares þarna á bak við, Stuttu seinna læddist hann áfram og stökk á hana, náði vængnum af henni og var hrikalega sáttur með sig.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli