14. apr. 2013

4 Vikna



Hvolparnir eru orðnir 4 vikna. Þeir eru farnir að leika sér mjög mikið og stækka mjög hratt. Þeir eru farnir að borða alveg sjálfir og er Snjófjalla Dís búin að kenna þeim að drekka vatn. Háfjalla Askja (hálfsystir þeirra) er búin að taka þá í sátt og finnst mjög gaman að vera komin með svona marga leikfélaga.

Hvolparnir eru farnir að sýna ýmsa tilburði og fá þeir að leika sér með rjúpna-, anda- og gæsavængi. Þessir hvolpar eru náskyldir Háfjalla hvolpunum með sama faðir og er móðir þeirra náskyld Snjófjalla Dís. Það eru nánast sömu línur á bakvið þessa hvolpa og Háfjalla hvolpanna. Vonandi verða þessir hvolpar jafn efnilegir og Háfjalla hvolparnir.

Gaman að segja frá því að að 3 Háfjalla hvolpar hafa mætt í veiðipróf og hefur þeim öllum gengið svakalega vel. Hafa allir þessir 3 hundar skorað 1.einkunn í veiðiprófi og einnig hafa þeir fengið Heiðursprís sem er ekki auðfenginn.

Háfjalla Askja hefur mætt í 4 veiðipróf og fengið 3x 1.einkunn og 1x Heiðursprís.
Háfjalla Parma hefur mætt í 6 veiðipróf og fengið 2x 2.einkunn og 2x 1.einkunn og 1x Heiðursprís.
Háfjalla Týri hefur mætt í 4 veiðipróf og fengið 1x 2.einkunn og 3x 1.einkunn ásamt því að hafa fengið 2x Heiðursprís.

Set hér til hliðar (hægra meginn) ættfræðigrunn hvolpanna og ættfræðigrunn Háfjalla Öskju (sem við eigum einnig)

Hér koma svo myndir af hvolpunum


Gringo 
hvolpur 1





Harka
hvolpur 2

 




Loki 
Hvolpur 3

 



Þoka 
Hvolpur 4

 



Zorro
Hvolpur 5





Ares 
Hvolpur 6
 




Arven 
Hvolpur 7

 



Máney
Hvolpur 8




1 ummæli:

  1. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða